Um okkur

Cleopatra tískuverslun ehf kt. 6310121160 vsknr. 112296 Austurvegi 4 Miðgarði 800 Selfoss s: 482-2144. Cleopatra sérhæfir sig í sölu á tískufatnaði og aukahlutum fyrir kvennfólk á öllum aldri. Cleopatra var stofnuð árið 2012.

Almennt

Cleopatra tískuverslun ehf áskilur sér rétt til þess að hætta við pantanir fyrirvaralaust til dæmis vegna rangra verðupplýsinga, innsláttarvillna eða ef varan er ekki lengur til á lager. Einnig áskilur Cleopatra tískuverslun ehf sér rétt til þess að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust. Við reynum eftir fremsta megni að setja inn myndir sem sýna rétta liti vörunnar en þar sem litir geta verið ólíkir milli tölvuskjáa getum við ekki tryggt það að þinn tölvuskjár sýni litinn nákvæmlega eins og hann er í raun. Stærðir á mismunandi flíkum geta í einhverjum tilfellum verið ólíkar. Ef ekki hefur verið greitt fyrir pöntun innan 48 tíma frá því að pantað var fellur pöntunin niður og varan/vörurnar verða settar aftur í sölu.

Sendingarskilmálar

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag og eru allar vörur sendar með Íslandspósti og gilda því viðskiptaskilmálar íslandspósts. Cleo.is (Cleopatra tískuverslun ehf) ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum né tjónuðum vörum í flutningi.

Sendingarkostnaður

Við sendum frítt um land allt ef verslað er fyrir 8.000.kr eða meira annars þarf viðtakandi að borga 1000.kr í sendingarkostnað.

Skilaréttur

Skilaréttur er 14 dagar frá útgáfudegi reiknings fyrir vörur sem keyptar eru í verslun og fyrir vörur sem keyptar eru í netverslun cleo.is. Skilaréttur gildir að því tilskildu að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi. Cleopatra áskilur sér rétt til þess að neita að taka við vöru til baka séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Ef vöru er skilað í gegnum póstsendingu ber kaupandi allan kostnað af flutningsgjöldum. (Kvittun fyrir vörukaupum þarf í öllum tilvikum að fylgja með). Þegar vöru er skilað getur kaupandi ýmist skipt vörunni í aðra vöru fyrir sömu upphæð og vörunnar sem skilað var eða fengið inneignarnótu að verðmæti vörunnar sem skilað er.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup. 

Trúnaður og persónupplýsingar

Seljandi veitir ekki þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Fyllsta trúnaði heitið við meðferð allra gagna.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands 

Útsöluvöru fæst ekki skilað

 

Cleo.is er rekið af Cleopatra tískuverslun ehf - email : cleopatraiceland@gmail.com - S: 482-2144

Reikningsnr. 0586 - 26 - 121160

kt. 631012-1160